blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, september 24, 2007

ÞakBankar

Ég hef nú stundum gónað á Yay Leno. Hef fundist þetta grín í honum oft misgáfulegt og sumt alveg hreint grjótvitlaust. En nú á að hætta að sýna hann í íslensku skjónvarpi. Mér er nokk sama. Það fer samt fyrir brjóstið á einhverjum því að nú, líkt og með Randversmálið, er farið að safna undirskriftum til að mótmæla því að S1 ætla að hætta að senda út þættina. Alþýðan talar sínu máli. Ef ekki í þjóðaratkvæðargreiðslu. Nú á netinu þá. Fá kannski Þjóðarsálina á sinn stað á Rás2 aftur. Þá geta menn mótmælt þar í bland við kjökrandi kerlingar af báðum kynjum að kvarta undan hundi nágrannans. En hér er allavega þessi undirskriftarsöfnun fyrir þá sem vilja.

Ég er að spá í að fara í leikhús bráðlega. Sé til hvað ég nenni að sjá. Annaðhvort Ást í Borgarleikhúsinu eða Abbababbið hans Dr Gunna. Bæði kannski. Hver veit. Fór síðast í leikhús þegar ungmennafélagið Efling kom að norðan og var með sýningu í Þjóðleikhúsinu. Maður ætti að gera miklu meira af þessu. Skammbara.

Ég var svo að lesa Bakþanka Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu. Mér þykir hann nú oft hitta naglann afar rétt á höfuðið í þessari þjóðfélagsumræðu. Hann er líka hnittinn og sniðugur kallinn. Það má einnig segja um fleiri af þessu Bakþankagengi. Sem er þó oft mis gáfulegt lið.
Spurning hvort að maður ætti að fara í það að taka þátt í þeirri vitleysu.

Engin ummæli: