blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Múhahahahaha

Mig langaði að lesa eitthvað og stikaði því niður í bæ og kíkti í fornbókasöluna við klapparstíg. Fann ég þar bók sem heitir: Draugar, svipir og dularfull fyrirbrigði. Hefur hún að geyma frásagnir af draugagangi og allskonar djöfulgangi af ýmsu tagi. Held ég að sá sem ekki trúir á drauga myndi nú bara láta skruddu af þessu tagi enda í arninum að lestri loknum. En ég trúi statt og stöðugt á drauga og hef semmt mér konunglega við það að lesa bókina.
Saga ein segir af Murray nokkrum, breskum sérfræðingi í egypskum fræðum sem keypti múmíuhylki æðstu prinsessu í musteri Amon-Ra sem talið er hafa verið uppi í Þebu nálægt 1600 f. kr. En hann skeytti engu að því að sá yrði bölvaður sem raskaði dánarkvíld múmíunnar. Murray gerði því ráðstafanir til að flytja múmínuna til London. Síðan fór að bera á óhöppum hjá honum. Hann missti annan handlegginn í slysi sem varð þegar hann var í veiðiferð í Nílardal. Á leiðini til London létust tveir vinir Murray af ókunnum orsökum. Tveir egypskir þjónar sem sýslað höfðu við hylkið létust einnig áður en ár var liðið. Þegar til London var komið stóð Murray og virti fyrir sér múmíuhylkið þegar líf færðist yfir andlir prinsessunnar sem mótað hafði verið á hylkið og augnatillitið það ógeðslegt að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Murray afréð að losa sig við hylkið en vinkona hans fékk talið hann á að gefa sér gripinn. Varð hann við því. Litlu seinnla lést móðir konunnar og kallinn hennar fór frá henni og sjálf veiktist hún að visnunarsýki. Hún losaði sig við gripinn til British Museum en upp frá því fór allt í bál og brand á þeim bænum. Tveir menn drápust sem mikið voru að sýsla eitthvað í sambandi við múmíuhylkið annar á safninu en hinn í rúminu heima hjá sér. British Museum afréð því að gefa safni einu í New York hylkið að gjöf. Þótti það því alveg tilvalið að ferja það með hinu nýja skemmtiferðaskipi Titanic sem átti að fara í jófrúarferðina á næstu dögum. Allir vita hvernig sú ferð endaði og lyggur því múmían í votri gröf. Það er því spurning hvort að skipsskaðinn hafi eitthvað með bölvun múmíunar að gera. Hver veit.
Mig langar að kaupa mér kúrekahatt.

Engin ummæli: