Og eitt kíló samarín
Ég er alveg að verða brjálaður, það er ekki hlustandi á þessar helvítis fréttir fyrir þessu andskotans REI máli. Hver laug uppá hvern og hver sagði hvað, hver átti hvaða miða heima hjá hverjum, ég hata þetta. Ipodinn reddar öllu hérna úti á dekki. Við erum núna á veiðum úti á Húnaflóa og erum að mokfiska hérna. Ég ákvað samt að skila af mér smá hérna á bloggið. Ég er búin að vera ferlega asnalegur þennan túr. Í gær ældi ég og í dag er ég með drullu. Svo ætla ég að fá mér samarín við brjóstsviðanum. Djöfull er ógeðslegt þegar maður ropar magasýrunni uppí munn - oj bara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli