blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, mars 09, 2008

Rólegheit

Er að lesa Sönn Íslensk Sakamál þessa dagana. Bókarskrudda sem gefin var út fyrir eitthvað um 12 15 árum síðan. Hef samt verið helvíti latur að lesa síðustu misseri. Ég horfði á Syndir Feðrana á dögunum og hrikalegt hvernig farið var með kallagreyin í æsku. Mér varð það á að flissa dálítið þegar einn mannana sagði frá því þegar strákarnir ætluðu að drepa forstöðumanninn með heykvíslunum en sá sem fór fremstur í flokki guggnaði eitthvað og beygði af leið framhjá kallinum svo að ekkert varð úr því að þeir stútuðu honum. Því miður.
Í kvöld ætla ég svo að hræra eitthvað í dvd diskunum hérna á bænum og horfa á ræmu eða tvær. En fyrst ætla ég að setjast á skálina og hleypa brúnum. Svo er bezt að líta eitthvað í blöðin.

Engin ummæli: