Sjálfstæði Kosovo er bullsjitt
Nei nei nei núna er alþjóðasamfélagið alveg á villigötum. Hefur enginn velt fyrir sér hugsjónum Serba í þessu máli. Því vaða þessar sameinuðuþjóðir og mannréttindahommar um allt og standa með sjálfstæði Kosovo. Ég yrði nú helvíti skúffaður ef slatti af grænlendingum settust að á Þingvöllum byggðu þar þorp og bæi og heimtuðu svo bara sjálfstætt ríki og fengju með frekjunni alþjóðasamfélagið í lið með sér til að slá dæmið í gegn. Ég þekki sögu þessa hérðas nokkuð vel en tíunda hana ekki hér en ég tek hér Þingvelli svona sem dæmi því að Kosovohéraðið er álíka mikið hjarta Serbíu og Þingvellir er hjarta Íslands. Ég held að menn ættu nú aðeins að líta í kring um sig áður en menn fara að öskra Kosovo-Albönum framgang. Jahh ég er ekki hissa að Serbar séu reiðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli