... suðsuðvestan fjórir og slydda. Stöku él. Hiti 3 stig.
Afsakið bloggleysið. Ég hef bara ekki verið að nenna þessu. Það er satt. Það eru nú meiri andskotans lætin í atvinnubílstjórum þessa dagana enda ekkert skrítið að þeir skuli vera snarvitlausir. Þeir eiga að halda þessu áfram og vera alveg eins og andskotar alltaf. En þó að menn mótmæli og eru með múgsæsing þá eiga menn ekki að kasta steinum. Slíkt á aldrei rétt á sér. Aldrei. Ég er reyndar mjög hress með að Íslendingar hafi öflugt lögreglulið. Það er nauðsinlegt að hafa slíkt.
Ég er búinn að skila af mér ritverkefni sem ég hef unnið að í nokkur ár til skoðunar hjá fagaðila. Eins og ég hef alltaf sagt þá hefur sú vinna verið yfirlýsingarlaus frá upphafi og aðeins tilraun sem aðeins átti að vera leyniverkefni.(En svo kvissaðist allt út)
Annars er ég búinn að hafa það gott síðustu daga. Búinn að fara norður að vísitera og húsvitja á bæjina heima og lék mér svo smá á snjósleða. Leit svo við á enduropnun verslunar á Laugum en verslunarrekstur hefur víst alltaf skitið upp á bak þar nyrðra síðan Kaupfélag Þingeyinga ræpti upp á hnakka þarna um árið. En allt var æðislegt og ég hitti margt fólk sem ég hafði ekki hitt lengi.
Ég óska svo Hannesi vini mínum til hamingju með 5o ára afmælið og Gunnu frænku með 90 árin. En þau fæddust akkúrat á þessum degi á sínum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli