blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, apríl 28, 2008

Ég fór á Stóraplanið í gær. Ágætis ræma þar á ferð. Dálítið rugl en gott rugl samt. Ég geri líka allt of lítið af því að fara í bíó. Allt of lítið. Maður droppar samt með nokkurra mánaða millibili.

Svo var það fréttin sem ég las í mogganum í morgun um kallinn sem lokaði dóttur sína inni í 24 ár og eignaðist með henni 7 börn. Þetta er nú alveg..... Hvað ætli svona maður hugsi. Hvað ætli sé að gerast í kúpunni á þeim sem gera þetta. Meira helvítið. Setja manninn í strekkjarann strax í dag.

Svo þarf ég að fara og rífa kjaft í dag. Eiga orð við skiftastjóra, annan lögfræðing og fleira fólk. Meira hvað ævintýraútgerðir geta riðið manni í rassgatið endalaust. Ég er nú búinn að standa í strögli ásamt fleirum síðan 2005 að ná fé út úr útgerðarmönnum sem ég vann fyrir en stjórn hennar sérhæfði sig í að svindla á öllu og öllum sem að henni komu. Gjörsamlega.

Engin ummæli: