blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 20, 2008

Gælpasöguskrif og Keilakeilakeilakeilakeilakeilakeila

Ég hef andskotann ekkert að segja nema hvað að ég er kominn í frí og hendurnar á mér eru búnar eftir veiði á 86 tonnum af keilu. Shit hvað ég þoli ekki þennan fisk og verst að þetta helvíti veiðist ekki í neitt nema á línu. Helvítis gúmmítútturnar smjúga alltaf í gegn um möskvana á netunum. Annars er fínt að vera á línu. Skárra en að vera á helvítis netaruzlinu. Það er ekki fyrir hvítan mann að vera á því helvíti. Svo væri gaman að prufa humartroll í sumar. Skreppa túr eða tvo.


Svo held ég að bezt sé að halda áfram að yfirfara glæpasöguna mína. Fékk hana í hendurnar aftur frá [.........] um daginn og viðkomandi gerði mér ljóst að útgáfa væri ekki útilokuð. En æi ég veit það ekki. Ég er nú búinn að laga og snurfusa eitthvað. Ég var samt að spá í að hafa með mér einhvern vanan djöful til að fara yfir þetta. Einhvern sem vinnur við þetta. En það kostar. Nei andskotinn ég er ekki í það miklum vandræðum með þetta. Ég er nagli og ætti alveg að geta þetta sjálfur. Ekkert að gefast upp neitt. Eymíngiiii ?
Namm ég ætla svo á eftir að steikja mér Humar. Jammí !

Engin ummæli: