blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, október 29, 2008

Gulur Bragi

Kaffi er þarfaþing. Þegar mér dettur ekkert í hug hvað ég eigi að blogga um þá fer ég og fæ mér kaffi og sötra heilan bolla á meðan ég stend horfandi út um gluggann og pæli eitthvað. En djöfull er Ipod magnað helvíti. Núna eru komin 1040 lög inn á þetta litla stykki. Ipodinn orðinn eitt af hinu nauðsinlegasta sem ég þarf. Þegar ég fer eitthvað út, passa ég upp á að hafa með mér lykla, gsm, og svo Ipod. Hvernig lifi ég án tónlistar. Ég var annars að spá í að fá mér plötuspilara og eitthvað af plötum líka. Ég á reyndar eitthvað af plötum en ef einhver vill selja gamla plötuspilaran sinn þá má sá hinn sami hafa samband við mig.
En núna ætla ég að skreppa út á rúntinn. Keyra eitthvað út í bæ og skoða mannlífið. Fá mér kannski ís líka.
Steelheart - She's Gone
Pink Floyd - Wish you Were Here

Engin ummæli: