blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, mars 26, 2009

Kaffi, munntóbak og mp3

Ég fór upp í Úlfarsárdal í gær og reyndi að finna Dr Gunnasetrið. Fann það ekki en lenti þess í stað útistöðum við kallskíthaus sem var með stæla við mig á vegslóða þarna innfrá. Uppskar hann malarregn yfir bílinn sinn þegar ég spólaði í burtu. Helvítis asninn. Samt góður bíltúr þangað uppeftir. Ætla að reyna að finna setrið á morgun ef ég nenni. En núna ætla ég að fá mér kaffi og í vörina.

Svo fékk ég þessar NBA-myndir af Kareem Abdul Jabbar, inn um póstlúguna í morgun. Jeiiiii....


Að lokum eru það svo lögin. Ég er loksins byrjaður aftur að vasast með mp3 hérna á blogginu eftir stuttan aulahátt sem var í gangi hjá mér. Ég mun vera aktívari við þetta framvegins. Þessi þrjú lög hér að neðan eru úr einhverri hrollvekju. Það er alveg stolið úr mér hvaða hrollvekja það er eða hvernig í helvítinu þessi lög bárust mér og svo sem alveg leifilegt að hvísla því að mér í kommenti úr hvaða mynd þessi lög eru ef menn vita eitthvað um það.

Main Theme - I have warned thee


Alice Cooper - Teenage Frankenstein


Alice Cooper - He's Back(End theme)

Engin ummæli: