blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, janúar 21, 2010

Brælustopp

Það hefur ekki orðið brælustopp síðan ég veit ekki hvenær. Allavega liggur báturinn bundinn við kæjann og við látnir bíða heima í um sólarhring. Það er svo sem alveg kærkomið að fá smá pásu svona inn á milli. Fínt að vera heima, hitta börnin, gera hitt, og hanga svo á facebook. Meiri andskotinn sem ég er búinn að svitna útiá sjó. Ég hef vaknað alveg í mauki upp í kojunni. Alveg sama hvort ég skrúfa niður í ofninum nei ég vakna eins og drulla undir sænginni. Svo er ég búinn að vera hnerrandi og með nefrennsli síðustu þrjá túranna af því að ég hef alltaf gleymt að taka með mér steranefúðann sem læknirinn lét mig hafa. En þessi nef-háls og eyrnalæknir greindi meg með krónískt ofnæmisnef fyrir stuttu síðan. Ég þoli s.s. ekki ryk, frjókron eða hey og þess háttar. Þetta er orðið gott. Ég ætla á klósettið. Ég þarf að drulla.
--------------------------------
Nei áður en ég skít þá ætla ég að posta hér mp3. Ég er ekki búinn að gera það lengi. Og þetta eru sumsé 3 lög þar sem áfengi kemur við sögu.

Dead Kennedy - Too Drunk To Fuck


Willie Nelson - I Gotta Get Drunk


Deana Carter - Strawberry Wine

Engin ummæli: