blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, janúar 29, 2010

Pirr

Leiðinda gaurar á þessari vakt. Þeir vilja ekki horfa á Taggart þáttinn í sjónvarpinu og skiptu yfir á eitthvað ljósblátt drasl á Sky-movies erotic. En ég fíla Taggart meira en ljósblátt. Ég fíla Fræbbblana líka. Enginn annar á vaktinni minni gerir það heldur. Einu sinni þegar ég var í barnaskóla, var sett á einhver kvöldsamkoma á meðal nokkurra skóla í sýslunni og var skífum þeytt fram eftir kvöldi. Ég mann alltaf hvað ég brjálaðist þegar helvítis plötusnúðsauminginn vildi ekki spila Fræbbbla-kasettuna sem ég hafði þá mætt með. Einhver aumingi frá barnaskólanum á Húsavík sem ég lennti svo í slagsmálum við mörgum árum seinna á einhverju balli að Ýdölum. Jæja ég ætla að fikta í ipodinum.

Engin ummæli: