blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júlí 30, 2010

Tesull

Ég var að prufa að sulla mér te úr Vallhumal sem er góð og sígild jurt til þesskonar brúks. Þarf svo að verða mér ut um Blóðberg. Það er gott að eiga þetta fyrir kuldann í vetur svo manni verði ekki kalt. Já ég ætla að tína dálítinn slatta af Blóðbergi og Vallhumal. Maður gerði þetta oft í sveitinni svona síðsumars. Það var þetta tedrasl og að fara í berjamó og éta sig til ólífis af berjum sem var aðal málið í gamladaga. Já og éta rabbabara, dýfa honum oní sykur og éta hann þannig. Ég á voðalega erfitt með að éta rabbabara öðruvísi. Skil ekki hvernig ég þoldi þetta helvíti þegar ég var krakki. Þetta er svo súrt maður.
---------------------------
Svo er það áin. Ég er að fara að veiða í ám og vötnum og er búinn að vera að veiða í ám og vötnum sem er líf mitt og yndi á sumrin. Nú þá er bezt að þema eitthvað í sambandi við blessaðar árnar.

Groove Armada - At The River


Elephant Man - Pon De River


John Fogerty - Moody River

Engin ummæli: