Voðavoða
Eitthvað að gerast. Barnaafmæli í dag, eldri strákurinn orðinn sexára og svo verslunarbannahelgin framundan sem verður haldin í Leirársveit og farið að veiða í vötnunum þar. Maður er nú búinn að djöflast með veiðistöng víða í sumar. Svo er ég að spá í að verða mér út um byssuleifi og fara í gæs og rjúpu á haustin. Ég þekki einn kall sem smyglaði vélbyssu inn í landið og fór með hana á gæsaskitterí. Það þarf ekki að spyrja að því en hann kom með nokkrar tættar heim. En a.m.k. þá er besti og uppáhalds mánuðurinn að ganga í garð, myrkur á kvöldin og rómantík í loftinu í bland við heyskaparkeim. Ég elska að vera einhverstaðar uppí sveit á þessum árstíma. Annars finnast mér haustin langskemmtilegust.
Alan Silvestri - Cast Away
Engin ummæli:
Skrifa ummæli