blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, september 06, 2010

Fram og aftur


Sennfer þá þessu fæðingarorlofi að ljúka og þá er maður rokinn aftur til sjós. Er nú ekki að nenna því. Hafði reyndar hugsað mér að fá mér djobb í landi "en ætli maður verði ekki eina vertíð í viðbót", segi ég ævinlega á hverju hausti og lofa sjálfum mér svo því iðulega að vertíðin verði sú síðasta. En ég nota frívaktirnar vel og skrifa. Já ég skrifa ævinlega eitthvað aðra hverja frívakt. Sef aðra frívakrina alla en þarf ekki annað en að leggja mig rétt á hinni frívaktinni og til að hafa mér eitthvað til dundurs þá skrifa ég.
------------------------------
Ég skrapp í Kolaportið og leit í sölubásinn hjá doktornum og verzlaði af honum tvær vínylplötur og svo disk með Bob Hund. Þetta er víst hljómsveit frá Svíðþjóð. Jájá þetta er rokkað og skemmtilegt. Vandamálið er bara að ég kann ekkert í sænsku svo að ég skil ekki taxtana þó að lögin sjálf séu ágæt.

Bob Hund - Istället För Musik: Förvirring


Bob Hund - Dubbel Tvekan

Engin ummæli: