blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, maí 25, 2011

Honduperri

Honda Crx eru miklar snilldar kerrur. Þetta eru bílar sem ég átti einu sini. Sá hvíti var drullu sprækur alveg þangað til að vélin drullaði upp á bak sé alltaf eftir því að hafa ekki sett aðra vél í þetta boddí sem var nokkuð heillegt en það er auðvitað aldrei hugsað. Svo í fíflahætti seldi ég boddíið í strákbjána sem ætlaði sko aldeilis að gera bílinn upp, hann hélt það nú. Svo mánuði síðar frétti ég að bíllinn hefði farið í tætarann.
En svo var það þessi svarti. Hann var svona rét götufær en alls ekki fær til skoðunnar. Það átti nú aldeilis að gera flott og eiga fínan bíl til að gera upp en þegar vel var að gáð þá var allt gaurryðgað til helvítis, vélin keyrð yfir 350.000 en ekki 210.000 eins og sagt var til um á mælinum(s.s. búið að fikta við það dót) og svo var miklu meira lamasess þegar vel var að gáð og því ekki um annað að ræða en að henda honum eða þá að selja hann öðrum crx-dellukalli í varahluti sem og ég gerði. Ég vonast til að eignast svona bíl einhverntímann aftur.

Engin ummæli: