blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, maí 15, 2011

Búinn brjódidda

Jæja, það er komið sumar og þá eiga allir að vera glaðir á suttermaskyrtum og í bíkini að tana sig út í garði og svoleiðis. Ég lenti í djöfuls vandræðum með gamla prentarann minn þegar yngri strákurinn minn lét einn af hinum fjölmörgu eyrnalokkum mömmu sinnar falla ofan í hann. Svo þegar maður ætlaði að prenta eitthvað út þá sat bara allt fast. Ég fann þetta allt svo út með eyrnarlokkin því að lítill hluti af skrautinu stóð út undan neðsta valsinum sem ælir út blaðinu. Það var dýrt ráð fara með hann á verkstæði þar sem það kostar 15.000 kall að vera mað bilað drasl í viðgerð á tíman þannig að ódýra ráðið var þá bara að henda honum. Ég nennti ekki að standa í að láta gera við þennan tólfára gamla prentara þar sem ég á annan betri svo að ég ákvað já að henda honum eftir að hafa reynt að ná lokkinum úr maskínunni í langan tíma. Ég ákvað því að brjóta hann bara brot af broti og sjá hvað ég þyrfti að brjóta mikið utanaf honum til að ná eyrnarlokknum. Og hér sjáðiði hvað ég þurfti að ganga langt.

Engin ummæli: