blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, mars 11, 2012

Það er þessi Landsdómur þarna...

Ég legg það nú ekki í vana minn að tala hér eitthvað um pólitík en get ekki orða bundist. Þetta landsdóms vesen er mjög svipað því og ef ég væri einhverstaðar innan um krimma sem ætla að ræna sjoppu og ég heyri það til þeirra og þeir vita að ég heyri hvað þeir ætla að gera og kemst svo líka að því hvenær þeir ætla að ræna sjoppuna. En ég sleppi því að hringja í lögregluna þannig að krimmarnir fara og ræna þessa sjoppu og setja hana þannig á hausinn. Svo kemst löggan nú reyndar að því hverjir rændu þessa sjoppu sem var eins og rúin inn að skinni eftir krimmana en láta nú þessa krimmadjöfla í friði. En í staðinn koma þeir til mín og handtaka mig af því að ég vissi af yfirvofandi sjoppuráni en varaði engan við. Og svo er verið að dæma mig, vitnið. Síðan mæta hinir seku og bera vitni þess að ég hafi vitað um allt sem þeir ætluðu að gera. Svo verð ég væntanlega dæmdur fyrir að vita um hvað krimmarnir ætluðu sér að gera en sjálfir krimmarnir sleppa.
Þetta er eitthvað svo öfugsnúið miðað við alla eðlilega hugsun. Æ ég veit það ekki... á morgun mæta nefnilega þeir Sigurður Einarsson, Lárus Welding, Halldór J. Kristjánsson, Sigurjón Þ. Árnason, og Björgólfur Guðmundsson til að bera vitni fyrir Landsdómi.

Engin ummæli: