Já og svo var það einnig...
Fórogsá Svartur á Leik á dögunum og eins og ævinlega þegar ég horfi á kvikmyndir, gerðar uppúr bók varð ég fyrir vonbrigðum. En fyrir utan það var myndin vel tekin og vel leikin og almennt vel gerð og skemmtileg. En samt fannst mér hálf klént þegar það er með því fyrsta sem mætti manni á hvítatjaldinu var besefinn á Jóhannesi Hauk. En jæja, bókin sat lengi í mér eftir að ég las hana en myndin er eins og aðrar sem ég horfi á gleymd fáeinum stundum síðar. Reyndar fór maður dálítið aftur í tíman við að heyra tónlistina í myndinni eins og í böndunum Gus Gus, Stjörnukisi og Bang Gang. Ég vil samt minnast á það að eina svona bókabíómynd sem ég hef séð og verið sáttur með, var Mýrin. Hún var gel unnin uppúr sjálfri bókinni.
------------------------------------
Ég fer stundum og verzla í Minimarket hér í Breiðholtinu til að fá eitthvað nýtt sem ég fæ ekki keypt annarstaðar. Ýmislegt hægt að fá þar af pólsku nammi og gosdrykkjum eða snakki. Eitt sem ég fann þarna var Trufla en ég truflaði engann á meðan ég át það. Kannski truflast ég í nótt þegar þetta er gengið lengra inn í meltingarveginn. Trufla er ágætis kókosdrull með súkkulaðihjúp. Ég bíð svo alltaf eftir því að þeir fari að selja Homma frá Bakoma. Væri athyglisvert að testa það.
----------------------------------------
Svo er það elskulegur bangsinn minn. Hann komst í leitirnar úr geymslunni heima hjá pabba og mömmu og búinn að liggja þar greyið eftir endalausa flutninga síðustu fjórtán árin. Eftir smá þvott og þurrkun náðist úr honum mesta geymslulyktin. Nú lúllar hann á milli mín og konunnar framvegins. Guð hvað ég var búinn að sakna hans.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli