Lestur draumar og gremja
Er búinn að vera mikið að lesa allan andskotann. Allt frá þjóðsögum uppí glæpasögur. Var að klára farþegann eftir Árna Þórarins og Pál K Pálsson og er með því betra sem Árni Þórarins hefur komið nærri. Íslenskur aðall eftir Þórberg stendur uppí hillu hjá mér. Ekki ósennilegt að ég fari að glugga í hana núna.
-----------------------------------------------------------------------------------
Annars hafa draumarnir verið í miklum gæðum uppá síðkastið og mig verið að dreyma allskonar hluti. Svo skrítið að mann dreymir oft eitthvað sem er svo fjarstæðukennt og fólk sem maður hefur kannski bara séð... Já mig dreymdi einu sinni man sem ég hef bara séð við Hlemm þegar ég hef verið á ferðinni til og frá vinnu og aldrei pælt neitt í þessum manni. En svo dúkkar hann upp í draumi. Og svo bara eitthvað bulldraumur. Skrítið.
-----------------------------------------------------------------------------------
Hef verið að taka 12sporaprógrammið til skoðunar. Farið á fundina reglulega sem verður svo fastur liður í mínu lífi framvegins. Er búinn að vera of lengi án fundanna eða í nokkur ár. Er að vinna við að losna við gamla undirliggjandi gremju. Reyni líka að sópa frá mér helvítis hrokanum sem er minn stærsti brestur. Það gengur mis vel með brestina. Suma tækla ég á staðnum, aðra þarf stöðugt að vera á varðbergi gagnvart. Í það minnsta vil ég ekki skipta á lífi með fundum og fá mér fundarleysi í staðin. Er búin að fá nóg af fundaleysinu.