Ég verð að monta mig núna
Ég smíðaði þennan fína stand. Svo er maður að röfla yfir því að kunna ekkert til verka. Ég held að ég sé að standa sjálfan mig að verki með að þykjast ekkert kunna þegar ég nenni ekki að gera neitt. Nei segi svona, þetta gekk heldur ekki átakalaust fyrir sig en núna er ég sumsé kominn með þennan fína stand þar sem ég get kastað út maðk og lagt svo stöngina niður og byrjað að kasta flugu á meðan.
-------------------------------------------------------------------
Drottinn bles svo í heimilið. Ég var að setja þetta fyrir ofan dyrnar en eitt essið klikkaði og varð eftir á renningnum. Þá komst ég að því að drottinn hafði blásið í heimilið mitt. Fann reyndar engan gust en sennilega hefur hann látið móðinn mása þegar ég svaf um nóttina. Er búinn að laga þetta mál núna og essið er komið á sinn stað. Ég hló svolítið að þessu. Jæja ég ætla eitthvað út í blíðuna. Husanlega fæ ég mér ís.