Pönk og klám-jazz
Hér er svo demó sem við Finnur böggluðum saman og eins og heyrist spiluðum þetta á hundavaði og handahlaupum og á afturfótunum líka. Bassinn svolítið bjagaður hjá mér enda er ég ekki sérlega vanur bassaleikari. Það allavega var þannig að við sömdum smá kafla og „Við spilum þetta svona og svona, í þessari röð” og svo setti ég diktafóninn á rec og við byrjuðum að spila. Byrjunin minnir mig reyndar á eitthvað en ég kem því ekki fyrir mig. Síðan fer af stað kafli sem við félagarnir sömdum í ölæði sumarið 1997, minnir mig ný búnir að vinna í Laugafiski og sestir niður með bjór og hljóðfæri. Settum svo inn smá jazz-kafla sem er stolinn úr klámmynd sem við félagar nöppuðum af ónefndum einstaklingi þegar við vorum unglingar. Mig minnir meira að segja að sjálfur meistari Ron Jeremy hafi leikið í atriðinu sem jazz-lagið var í. En nóg um það. Hlustaðu bara ef þú nennir og hefur áhuga.