blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, ágúst 19, 2012

Ufo og blóm

Ég er að prufa að tjasla saman smásögu. Norðurland í nóvember árið 1996, leiðina milli Akureyrar og Lauga. Puttaferðalangur sem stelur bíl og er numinn á brott af geimverum, en skilað heim til sín klukkutímum eftir brottnám. Sjáum hvernig til tekst. Ég er ekki vanur þessu en það má breyta frá vananum, úr krimma yfir í geimverur. Þarf að sjá hvernig til tekst og þá set ég söguna hingað á bloggið. Já ég veit, þér finnst þetta algjör þvæla hjá mér og heldur að ég sé nú alveg orðin ruglaður. Já það er þá bara þitt vandamál þarna... --------------------------------------------------------------------------------------- Þá flæktist maður á Blómstrandi Daga í Hveragerði þar sem maður er nú á annaðborð í sumarbústað í Grímsnesinu. Sáum Stígvélaða köttin, misstum af töframanninum og Dr-Gunna og Heiðu. Miðdegisblundi mínum sem fór úr böndunum að kenna. Já ég veit, ég er fokking sjálfmiðað fífl. Og svo ókyrraðist yngri drengurinn eitthvað við þann stígvelaða þannig að við fórum á rúntinn um bæinn á mínum heitt elskaða Terranó sem kemst allt og bjargast úr öllu. Heilmargt að sjá og blómlegt mannlíf. Kíkti á Eden og gerði smá before/after-mynd. Leiðinlegt hvernig fór fyrir apanum.