laugardagur, mars 16, 2013
Þá sit ég hér með kaffibolla í hönd. maður hefur nú alveg verið aktívari við að halda þessari síðu úti en andleysið og tilvistarkreppan hefur stundum alveg verið að ganga af manni dauðum.
Ég var eins og menn vita lööööngu byrjaður á annari skáldsögu en er síðan fyrir jólin búinn að vera strand með hana og hef ekkert getað unnið í henni. Svo hrökk eitthvað af stað í fattaranum og hann sagði mér það að ég sé að þrjóskast við. Ég fékk aðra hugmynd að krimma, lagði þann gamla uppá hillu og er byrjaður að skrifa nýtt. Ég hef verið að nema leiklist síðan eftir áramót og er búinn að læra helling. Maður er svo hér og þar að stökkva í aukaleikarahlutverk hér og þar í þáttum, kvikmyndum, auglýsingum og bara í allskonar og er búinn að fá fullt að gera. Spurning um að koma sér á svið í einhverju leikfélagi? Hugsanlega held ég áfram að sækja námskeið í leiklist hér og þar og allstaðar næsta árið. Bara gaman af því. ------------------------------------------------------------------------------------ Finnst eins og að birt hafi yfir í andlitum fólksins í landinu eftir Icesave dóminn. Já og svo er að koma matvælaverksmiðja í Bíldudal. Djöfull lýst mér vel á það. Það hefur verið rólegt þar síðan togarinn og kvótinn var keyptur þaðan. Vafalaust munu flestir kjósa svo X-D í vor til þess að eiginhagsmunaseggir geti byrjað að planta sér hérna niður með banka og verktakafyrirtæki og stóriðju verkjsmiðjur í hvern fjörð svo að allir geti nú keypt sér fellihýsi sumarbústað og lagt nýtt parkett á gólfið já og keypt dollara og evrur eins og enginn væri morgundagurinn.
Jæja ég ætla allavega út í búð núna að verzla mér Bónuspáskaegg nr.10 núna.