blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, maí 17, 2013

Spor í sandinn

Sumarið er komið. Það gladdi lyktarskynið og heilann minn þegar ég var á labbi í bænum að ég fann lykt af trjám sem voru að laufgast. Já og svo fattaði ég það ekki þegar ég var að fara út í búð og var kominn að bílnum mínum, að ég var bara á bolnum og fannst það notarlegt. Hugsanlega þarf ég að koma mér í það að taka fram veiðidótið og sjá hvort að mig vanti eitthvað í töskuna eins og veiðigarn og fleira slíkt.
Ég fór í leikhús um daginn í fyrsta skipti síðan ég man ekki hvenær. Jú þegar leikfélag ungmennafélagsins í sveitini heima kom með sýningu hingað suður vorið 2000. En ég sumsé fékk boðsmiða á frumsýningu Hvörf sem byggir á Guðmundar og Geirfinnsmálum. Verð að segja að ég var hálfpartinn á móti þessu þegar ég heyrði af þessu fyrst. Við virðumst stundum gleyma því að bæði Geirfinnur og Guðmundur Einarssynir áttu foreldra, systkyni og skyldmenni og Geirfinnur var faðir tveggja eða þriggja barna. Og eins og fólk er flest, þótti þeim vafalaust vænt um þá rétt eins og þér lesandi góður þykir vænt um föður þinn, son, bróður, frænda, mág eða vin. Svona gagnvart þeim fannst mér þetta pínu ósmekklegt og vafalaust tel ég að svona rífi í gömul sár þeirra. En enívei. Vel leikið og gott og vandað verk. Gert dálítið ruglingslegt en ruglið haft í réttri röð. En gæti þó ruglað þann sem ekki hefur kynnt sér málin áður en fer svo og kíkir á þetta leikrit. En var málið ekki líka rugl í heild sinni? Jú mikið rétt. Þessi uppsetning gæti mögulega verið liður í að hjálpa til við að ýta undir það að þessi mál verði tekin upp að nýju sem og umræður um G&G sem haldnar voru í Þjóðleikhúskjallaranum fáeinum kvöldum eftir frumsýningu. Vægast sagt áhugavert að sitja og fylgjast með og leggja orð í belg. Maður vonar að verðandi dómsmálaráðherra hver sem hann verður kynni sér sannleiksskýrslu starfshóps innanríkisráðuneytis um G&G. />
--------------------------------------------------------------------
Hér er gott lag sem meðlimir Coldplay stálu kafla úr og notuðu í lagið Viva La Vida.