blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, mars 29, 2014

Fjör í hausaþurrkunum - á sínum tíma

MMinn fyrsti vinnustaður, Laugafiskur, handan við túnið þar sem ég bjó þegar ég var strákur að alast upp í asbesthúsi. Svo hjá Alla í Þurrkhöllinni þegar ég flutti í höfuðborgina. Þetta gekk nú svona og svona þegar menn voru að byrja með slíkar verkanir sem þurrka þorsk, ufsa og ýsuhausa en þær fóru nokkrar á hausinn tvist og bast en nú hafa stórlaxar, útgerðajöfrar og fiskeigendur náð að gera sér þokkalegan mat úr þessu með því að taka rusl og búa til úr því verðmæti. Svo er nú misgáfulegt lið sem hefur verið að væflast í kring um þetta líka. Ég man t.d. eftir afríkumönnum sem komu hingað til landsins, vel þokkaðir og buðu viðskipi sín með fiskhausa og annað þurrkað rusl til Nígeríu. Bara ein stór greiðsla svo að viðskiptin gætu hafist. Svo sáust þeir ekkert meir. Nema hvað að Alli í þurrkhöllinni lét ekki plata sig og vísaði þeim á dyr. Seinna náðist svo að náðist svo í skottið á þessum gaurum útí englandi og voru þeir dregnir hingað til landsins aftur á augnlokunum og dæmdir í tukthús. Svo var það skrattakollur sem gekk á milli skreiðaverkana, meðal annarsr í Þurrkhöllina og hann fór líka í Laugafisk og fékk að taka myndir. Það var svosem alveg sjálfsagt nema hvað að síðar fréttum við að þessi kallfugl hefði verið handsamaður fyrir að reyna fjársvik erlendis með því að bjóða afurðir úr verkunum sem hann þóttist hafa yfir að ráða og sagt: Hérna eru svo myndir.
Að Síðustu var það Ragnar nokkur sem kom ár sinni ekki betur um borð en svo að hann hvarf sporlaust en dúkkaði svo upp aftur í Thailandi alveg naní naní bú búúúúúú.... búinn að ná að flýja í aðra heimsálfu eftir svik og pretti hér heima og ekkert hægt að gera. Sá náði víst að svíkja eitthvað af Alla í Þurrkhöllinni. Jæja, ég ætlaði svosem ekkert að ýfa neitt upp. Það eru nú einu sinni fimmtán ár síðan þetta rugl var í gangi alltsaman. Ekki á það bætandi að dóp og brennivín var á boðstólnum hjá sjálfum mér fyrir sjálfan mig flest kvöld og allar helgar og ég ný farinn að fá ógeð af að vinna í skreiðaverkunum og búinn að melda mig í djobb hjá Kexverksmiðjunni Frón. Já ég man alltaf eftir því þegar ég var ný búinn að vera brjálaður í vinnuni við annan mann og við búnir að öskra á hvorn annan, að ég óð inn á kaffistofuna og kveikti mér í sígó og tók Sæmund-kexpakka af borðinu og leitaði að símanúmeri, hringdi í Frón og fékk vinnu þar. Magnað.
----------------

Núna er Þurrkhöllin notuð í ég veit ekki hvað. Draslageymslu eða eitthvað. Alli átti þetta húsnæði og lóðina undir því og seldi það held ég gaurum úr bankageiranum fyrir nokkra tugi af millum, hann fór svo bara af stað með verkun eitthvað annað. Ég væflaðist þarna að um daginn og kíkti inn um glugga og tók myndir. Gamla kaffistofan í drasli og ég veit ekki hvað og hvað. Samt, það hlýtur að vera verðmætt drasl þarna inni því að merki Öryggismiðstöðvarinnar er utan á kofanum. Sakni sakn gamli vinnustaður.

Engin ummæli: