Nýupptekið sjónvarpsgláp
Óvenjumikið sjónvarpsgláp seinni misserin hefur verið áberandi í lífi mínu miðað við misserin á undan seinni messerinum... uhh... já. Hvað er misseri? Jæja, enívei, þá kláraði ég eins og flestir sjónvarpsgláparar með garðhrífu uppúr þakinu Breaking Bad og svo fór ég að góna á þættina um Hannibal og nú hef ég verið að ná í True Detective af torrentinu. Gaman að sjá Ólaf Darra leika í útlenskum þáttum. Undarleg þessi nýja hegðun þar sem ég hef eingöngu leitast við að horfa á fréttir í sjónvarpinu og svo Popppunkt þegar sá ágæti þáttur hefur verið á skjánum. Svo sá ég Málmhaus á vodinu um daginn og þótti ágæt skemmtun. Eldfjall sá ég líka fyrir stuttu og jú fín mynd en ég það var eitthvað sem ég var ekki að fíla. Svo þegar gömlu hjónin í myndinni voru komin af stað í kynlífssenu þá stóð ég upp og fór inn í eldhús og náði mér í kaffi. Gaf mér dálítinn tíma í það. Annars komst ég yfir ágætan dvd disk sem innihélt kvikmyndina The Sessions, sem fjallar um náunga sem hefur verið fjölfatlaður frá barnsaldri og hefur aldrei prufað blessað kynlífið, kominn hátt á fertugsaldurinn. (Ég væri orðinn brjálaður) En hann ræður til sín kynlífsstaðgengil eða eitthvað svoleiðis, ekki mellu reyndar en samt eitthvað svipað, svona uppá að geta nú fengið að upplifa ríðingarnar og já, nokkuð áhugaverð mynd verð ég að segja og öðruvísi. Já og svo Helen Hunt á píkunni af og til í gegnum myndina sem er svosem ágætis bónus fyrir einsetukarla og fráskylda eiginmenn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli