blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, maí 24, 2014

Og þá var leigður sumarbústaður í Grímsnesinu, grillað og legið í heitum potti. Í bústaðnum hripaði ég saman smásögu um mann sem lítur um farinn veg þegar honum hefur verið sagt upp störfum í sirkus þar sem hann hafði starfað sem trúður í fimmtán ár. Segir frá því hvernig aðdragandi uppsagnar hans hófst frá fyrsta degi. Þetta var kryddað með framliðnu fólki og verum utan úr geiminum. Endaði sagan með því að gaurinn hengdi sig og geimverurnar stálu líkinu. Endaði svo líka eð því að ég deletaði sögunni enda tómt rugl og pointlaust með öllu. Mér flýgur reyndar í hug að skrifa stuttmyndahandrit byggða á þessari sögu. Hver veit?
------------------------------------------------------------

Svo var manni boðið á viðhafnarsýningu Vonarstrætis um daginn þar sem maður var þáttakandi í því dæmi. Var reyndar klipptur burt en það bíttar engu. Það er aðallega gaman að hafa tekið þátt í þessu verki og í raun viss heiður verð ég að segja. Það er líka góð regla sem ég hef haft sem aukaleikari, að gera ráð fyrir því að sjást ekki, þá þarf ekki að svekkja sig á því að hafa verið klipptur burt eða lent einhversstaðar þar sem enginn sér mann. Það er nú það.
---------------------------------------------------------------------------------
Svo þarf bara að halda áfram að halda sér í jákvæðni einn dag í einu, það gengur svona og svona. Maður lærir betur og betur að líta á það sem er bjartara og í betri farveg og vera svo ekki í sífellu að mála djöfulinn á vegginn alltafhreint. Margt er komið í lag sem áður var í ólagi og líka ýmislegt sem er á leiðinni að verða í lagi. Tilvistarkreppan er á enda, eða allt að því held ég. Sumarið er ekki endilega tíminn ég hef reyndar aldrei skilið þessar árstíðaskiptu skapsveiflur hjá fólki. Jæja en lífið er það stutt að það tekur því ekki að kála sér. PLEHHH....

Engin ummæli: