sunnudagur, júní 15, 2003
Hva...Voru bara allir á þessari spyrnukeppni á Akureyri um helgina ? Maður má bókstaflega ekki hitta neinn nema að hann hafi verið að koma frá Akureyri því að þessi spynukeppni var í gangi. Djöfull maður. Þetta fór algerlega framhjá mér þetta. Ég hebbði bara alveg huxað mér að fara ef ég hebbði vitað það í tíma.. Ennnnn þetta er svona þetta hjá mér. Ég er alltaf eins og kálfur útúr hól og veit alltaf allt síðastur. Helvítið mitt. Annars er ekkert að gerast hjá mér ég er bara heima í rólegheitunum og fíla mig vel í fríinu. Stundum er gott að gera ekki rassgat í nokkra daga. Jú ég lýg ég er að lesa bók. Þjóðsagnir og Þjóðtrú. Gamn af því örnu. Draugagangur og ýmisir dularfullir atbuðir sem að skeðu fyrr á síðustu öldinni. Voða gaman alltsaman, jamm jamm, jamm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli