blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, janúar 31, 2004

Jæja gott fólk. Þá er best að maður upplýsi það hér fyrir þá sem ekki vita, en ég er að verða pabbi. Hún Ína mín er komin 5 mánuði á leið og ég hlakka mikið til þessa. Já það verður gaman að fá að kynnast föðurhlutverkinu. Ég er í 7unda himni. Tíminn tifar og tifar. Mér finnst vera svo stutt síðan ég var lítill og skeyt á stofugólfið fyrir framan sjónvarpið heima. Lék mér í sandinum eða þegar maður var að gera símaat og spila körfubolta með Haraldi og Ximon eða fór í skólann og í íþróttahúsið til að espa Nóna upp (húsvörðinn) og þannig lagað. Æskan er furðu fljót að líða þótt manni finnist það ekki meðan hún stendur yfir."Tíminn fýkur tíminn svíkur".
Hér að neðan sjáiði svo skipið sem ég vinn á. Marta Ágústsdóttir GK

Engin ummæli: