blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, janúar 25, 2004

"Ja það verður að drep'ann". Þetta er ending sem er notuð mikið af Ximon en einnig hefur hann smitað þetta til mín og fleiri. Þannig er því háttað að ef maður er að tala um einhvern á góðum eða slæmum nótum um að einhver geri þetta eða hitt vel og talað um viðkomandi í þeim tón sem um ræðir hveju sinni, þá er um að gera að enda frásagnirnar á: "ja það verður að drep'ann". Án þess þó að maður ætli sér nokkuð að gera það eða veita viðkomandi nokkurt mein. En það er annað mál.


Djöfull eru bækur Arnalds mergjað góðar. Ég fékk "Bettý" í jólagjöf og las hana nánast alla samfleytt um jólin. Sú bók er hrein snilld og mjög vel skrifuð. Svo í hálfkæringi keypti ég mér "Synir duftsins" eða konan gaf mér hana reyndar svona í ganni og sú bók er sko ekkert að gefa þessu eftir. Ég er með þá bók í kojunni hjá mér í skipinu og er að farast úr spenningi. Hún er mjög góð. Arnaldur er algjör snillingur og kann vel að skrifa góða reifara. Ja það verður að drep'ann.

Svo var nýr og glæsilegur veitingastastaður "tætt hæna" að opna fyrir stuttu og hvet ég alla matmenn til þess að reka þar hausinn inn og gæða sér á ljúffengum réttum. Matseðilinn má berja augum hjá Ximon

Engin ummæli: