blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, ágúst 19, 2005

Heimskir fuglar
Alveg merkilegt hvað Fýllinn er heimsk fuglategund. Ekki nóg með það að hann æli á þann sem ögrar honum heldur getur hann ekki flogið nema hann sjái sjóinn. Það flaug einn innfyrir hérna hjá okkur og þegar hann lenti sá hann ekki sjóinn. Þá spriklaði hann bara og rogaðist um til að reyna að komast eitthvað. Maður fór að reyna að elta kvikindið til að reyna að henda honum upp í loftið til að hann sæi sjóinn og gæti þá flogið eitthvað út í buskan en þá ældi hann bara á mann ef maður kom nærri honum. Helvítis fíflið. Hann ældi á lopapeysuna mína og fýlan næst ekki af, sama hvað er reynt að skrúbba hana af.
Pæliði í því ef við mannfólkið gætum ekki labbað nema við sæum fjöll "Helvítis nú hef ég labbað of langt. Engin fjöll sjáanleg". Svo myndi maður detta niður og ekkert geta hreyft sig og myndi drepast úr sulti ef manni yrði ekki bjargað. Svo ef einhver ætlaði að bjarga manni þá myndi maður tryllast og æla á viðkomandi björgunarsveitarmann.
Nei þetta er bara pæling.

Engin ummæli: