blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, október 24, 2005

Bleiki Pardusinn og myndir

Image hosted by Photobucket.com

Keypti mér nýjasta diskasafnið með Bleika Pardusinum. Diskarnir eru 5 og innihalda allt heila klabbið. Sá Bleiki er alltaf magnaður, annars hefi ég ekki haft mikinn tíma í að skoða þetta nema þó í þessum veikindarviðbjóði sem ég er í núna. Vekur áhorfið upp bernskuminningar. Mikið horft á hann í Sjónvarpinu í gamladaga. Reyndar um daginn eða það var um nótt, dreymdi mig að ég væri að vinnu í slipp við línuveiðiskip. Verið var að mála skipið gult og átti að heita eitthvað mannsnafn. Ég stakk svo uppá því að dallurinn yrði málaður bleikur og yrði látinn heita Pardus. Fékk það slæmar undirtektir.

Eymdin er endalaus. Ég þarf að fara í Elco í dag og fá mér nýjann DVD spilara eftir að einn ástkær fæðingarhálviti eiðilagði þennan sem ég á núna. Sá er bara heppinn að það sjái ekkert á spilaranum og að hann sé í ábyrgð.

Svo fór ég út að labba um daginn og tók myndir

Engin ummæli: