blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, október 16, 2005

Lappaklippir

Mér er það minnistætt nú á haustdögum, þegar ég var nú einu sinni að vinna á sláturtíð. Það var þegar ég bjó á Akureyri og vann þá vitaskuld hjá KEA. Ég var settur í það djobb að klippa lappirnar af skepnunum með beittun þrýstiloftsklippum. Sko fyrst er kindin skotin og látin rúlla á færibandið, þar er hún svo blóðguð og hausinn síðan skorinn af, síðan er rist aftur úr löppunum og svo framúr löppunum svo eru lappirnar klipptar af.
Bara deila þessu með ykkur.

Engin ummæli: