Brúnaðar kartöflur í bílnum mínum
Ég fór í sjoppuna áðan keypti í fyrsta skipti nammi uppá krít. Bévítans kæruleysi. Svo þegar ég var að setjast upp í bílinn kom maður askvaðandi að mér og bað um eld. Ahh er ekki með neinn eld. Nema þó sígarettukveikjarann í bílnum. En þar sem ég reyki ekki lengur hefur kveikjarinn nú vikið fyrir gsm hleðslutæki og er hann því alltaf í öskubakkanum. Svo vildi það óhapp til að kveikjarinn var einu sinni fyrir löngu á þvælingi á gólfinu í bílnum og það helltist kók og kámaðist súkkulaði á hann sem ég hafði ekki þrifið af honum.
Svo þarna áðan tók ég til við að troða honum inn. Beið smá og var að tala við kallinn þegar brúnaðrakartöflulyktin kom. Þá leit ég við til að taka kveikjarann úr en þá rauk úr öllu draslinu. Ég var fljótur að taka kveikjarann og henda honum hálflogandi út. Ég meirað segja brenndi mig smá.
Nei kallinn þurfti víst að fá eld annarstaðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli