blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, desember 02, 2006

Það er alveg merkilegt hvað það er erfitt að sofa í flugvélum. Eins og menn eiga að vita þá fór ég með konuni til Minneapolis í verslunarleiðangur á dögunum og var það minn þriðji og síðasti leiðanur þangað. Í öll skiftin á leiðini heim hef ég reynt að sofa í flugvélini en án árangurs. Í fyrra skiftið var einhver full kerling á bekknum fyrir aftan mig að hlæja og skvaldra og því friðurinn úti þar. Í annað skiftið var einhver kallpungur fyrir aftan mig sem var hóstandi alla leiðina. Hvað haldiði svo að það hafi verið núna ????? Það var grenjandi krakki. Djöfull varð ég pirraður. Ég held að í næstu utanlandsferð, kaupi ég upp næstu 5 bekkina fyrir aftan mig til að geta fengið svefnfrið fyrir grenjuskjóðum, berklasjúklingum og rónum á leiðini heim. Segi nú ekki annað. Að vísu fannst skipsfélögum mínum þetta voðalega fyndið þegar ég sagði þeim þessar hrakfarir mínar. Sérstaklega kokkurinn. Hann hló sig máttlausan.

Jæja ég átti afmæli í gær. Sossum engin stórfrétt nema hvað að þetta skeður hjá mér einu sinni á ári. En félagarnir um borð voru að óska mér til hamingju með daginn, taka í spaðann á mér, sem var mjög ánægjulegt. Kokkurinn eldaði svo fínan mat um kvöldið og ég bara nokkuð ánægður með daginn. Öfugt við þennan afmælisdag minn miðað við hina 25 þá fann ég fyrir einhverjum sting. Eitthvað ekki eins sáttur með að eiga afmæli og öll hin skiftin. Jahh ég ætlaði að vera búinn að gera svo margt fyrir daginn í dag( En samt búinn að upplifa heilmargt gott og skemmtilegt) Svo er ég líka farinn að missa hárið. Kollvikin að hækka og menn segja að hvirfillinn sé að stækka.
Ætla þrátt fyrir allt að gera meira en ég hef gert og nota tímann til 30ára betur.

Svo að lokum ætla ég að bauna vísu sem ég samdi, á hinn frábæra kokk sem við höfum um borð. Er hún svohljóðandi:

Kokkurinn, hann klórar sér.
Kristilegur fjandi.
Rekur við og rúnkar sér,
Ropar skít og hlandi.

Svo vil ég minna á fartölvuna sem ég var að auglýsa eftir hér að neðan.

Engin ummæli: