blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, janúar 22, 2007

Ekki nokkur einasta andskotans hemja

Jæja, ég er búinn að djöflast við að koma fartölvunni hérna á bænum í lag. Það hefur gengið illa og hef ég mátt missa mig í reiði af og til vegna þessa. Reiði mín í dag hefur aðalega leitt af sér brotin húsgögn, hálsbrotinn kött og sviðna jörð. Þetta hafðist nú allt saman og er ég í þessum skrifuðu orðum að nota tölvuna.

Svo þarf ég að fara að andskotast í útgerðarmönnunum sem skulda mér fleirihundruðþúsund. Held að það þýði ekkert að vera í máli við svona helvíti. Alveg ótrúlegt hvernig svona gaurar geta byrjað aftur og aftur í útgerð eftir hvert gjaldþrotið á fæturöðru. Já það á að binda þá upp á löppunum. Eða bara slíta af þeim handleggina og lemja þá með þeim.

Ég verð líka að leggja aðdáun mína á starfsmenn Kompás á Stöð2. Halda þessu áfram og koma upp um þessa andskota.
En ótrúlegt þykir mér eftilitsleysið þar þessi einstaklingur í þættinum var á áfangaheimili fanga, með tölvu tengda interneti. Það er alvitað að þessi barnanýð fara mikið fram á internetinu og það í flestum tilfellum hjá þessum tiltekna manni. Það er engin einasta hemja. Ekki nokkur.

Jæja, það er best að fá sér fisk að éta núna.

Engin ummæli: