The Iron Master
Ég veit sveimérþá ekki hvað ég á að segja ykkur. Ég er allavegana kominn í afar kærkomið frí eina ferðina enn. Þarf að vinna eitthvað í málunum hérna í landi. Það er margt að gera. Glíma við viðrini t.d. Annars var ég að éta íslenskan viðbjóð sem bjargaði fólki frá því að drepast úr hungri í gamladaga, þ.e. þorramat og þótti góður. Úðaði ég í mig súrri sviðasultu, súrum pungum, hákarli, harðfisk, lundabagga. Allt borði fram með kartöflustöppu. Svo fékk ég mér í nefið á eftir að sjálfsögðu. Hvaða fáviti tók upp á því að kalla kartöflustöppu, kartöflumús. Helvítis fáráður. Fíflið hefur haldið að það væru mýs í þessu. Kannski var hann ekki viss hvort að væru mýs eða kartöflur í þessu. Eitthvað af þessum miður skemmtilegu málfræðiþvælum að sunnan.
En myndin hér að neðan. Ég spurði hvaða fólk þetta væri. Þá eru þarna Hólmfríður langamma og Jakob, langafi. Milli þeirra stendur svo afi, Garðar og framan við þau sitja líklega, Kristín vinstramegin og Helga, hægrameginn, systur afa. Ætli myndin sé svo ekki tekin við bæjardyrnar á Hólum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli