blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, febrúar 12, 2007

Rússajeppinn hans afa

Æi, sumir hlutir geta verið vangefnir. Já lenti í smá stappi við bankann í dag en vona að allt blessist. Var á tímabili tilbúinn að standa upp í bankanum og öskra á þjónustufulltrúann og rústa svo staðnum. Allt blessaðist samt áður en það rann á mig bræði. En jæja hvað um það þá er ég ánægður með það að gamli rússajeppinn hans afa míns sáluga sé kominn í góðar hendur á Ystafelli. Það eru margar æskuminningar tengdar honum og gott að hann fái umönnun hjá góðum aðilum. Skildist það á Sverri að hann sé það heill að hann sé vel sýningarhæfur á safninu og verði þar innanhúss. Vonandi að hann fari í gang þegar reynt verður að gangsetja hann.

Engin ummæli: