blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, febrúar 10, 2007

Laugardagshefðin

Það þykir mikil hefð að elda grjónagraut á Laugardögum. Fatta ekki hvers vegna. Ég er alinn upp við grjónagraut á laugardögum, foreldrar mínir, afar og ömmur líka. Alltaf grjónagrautur á laugardögum. Þetta var allavega þannig á hverjum bæ heima í sveit og er enn þar ég bezt veit. Þetta er svona úti á sjó líka. Voða algengt á þeim skipum sem ég hef verið á. Þá er það jafnan soðin Ýsa og grjónagrautur á Laugardögum. Sumir kalla þetta Mjólkurgraut aðrir Hrísgrjónagraut og ég segi Grjónagrautur. Svo er það líka misjafnt hvernig menn vilja hafa hann. Hjá sumum er hann þunnur öðrum þykkur og með rúsínum líka. Gömul kona hér í bæ sem nú er látin, setti meira að segja gráfíkjur og sveskjur í grautinn. Flestir fá sér kanil út á hann, margir súrt slátur og aðsrir hafa bara hvítan sykur. Ég vil hafa hann þykkann með smá smjörslettu. Mikið af kanil og svo má auðvitað ekki gleima súra slátrinu sem er algjör nauðsin. En það væri gaman að vita afhverju landinn étur þetta alltaf á laugardögum. Hvernig viljið þið hafa ykkar graut ?

Engin ummæli: