blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, febrúar 03, 2007

Like A Rolling Stone

Bob Dylan er tónlistamaður sem ég hef lítið hlusað á í gegnum tíðina. Hef hlustað á hann núna dálítið undanfarið. Búinn að heyra lög með honum sem ég vissi ekki að væru til og önnur sem ég vissi ekki að væru með honum heldur einhverjum allt öðrum. Einnig var ég að blása rykið af Willie Nelson plötunum mínum og smella þeim á fóninn. Nelson er alltaf góður. Svo skakkur og einlægur alltaf. Veit ekki hvort að þið séuð fyrir Country-tónlistina en ég hef mætur á henni.
Ég er að pæla í því að láta hárið flakka. Nenni ekki að hafa það sítt lengur. Allt of mikið umstang með það. Svo er svo óþægilegt að vera með mikið hár úti á sjó. Held að ég hafi hausinn skafinn eins og ég var lengi vel. Var ég kominn á fremsta hlunn með að láta það fara um daginn en það var bara svo kalt í veðri að ég ákvað að láta heysátuna gera sitt gagn fyrst hún var þarna ennþá. Ég hef bara ekkert hár í þetta lengur.
Svo eins og einhverjir vita þá hef ég verið að eiga við viðrini undanfarna mánuði. Á dögunum vannst frækinn sigur á þeim. Í dag hringdi ég svo í eitt þeirra og lét helvítið vita að það borgar sig ekki að kássast upp á mig eða mína fjölskyldu.
Don't fuck with me !

Engin ummæli: