Ríðingar, skáldverk og dýralæknar
Jæja. Þá er kominn tími til að blogga eitthvað. Ér asnaðist um daginn til að horfa á þátt í sjónvarpinu. Hann heitir víst Nip Tuck, eða eitthvað svoleiðis. Kom inn í miðjan þátt. Þar sá ég par að ríða og gamlan kall sitja á stól og horfa á. Sýnir bara hvað sjónvarpsefni er orðið sjúkt nú til dags.
Garðar Máni þarf að fara í aðgerð bráðum. Fjarlægja skal nef og hálskirtla. Rör verða sett í eyru hans. Vonandi að allt gangi vel.
Ég er að skrifa sögu. Það er ekkert leyndarmál. Ég er búinn að skrifa tæplega 40 síður. Hvort ég gef eitthvað út eða þannig veit ég andskotann ekkert um. Held varla. Ég er bara að skrifa mér til dundurs. Skrifa mest úti á sjó. Þá loka ég mig af inní klefa með slökkt ljós. Hef heddfónin mín tengd við tölvuna og hlusta á músík á meðan ég skrifa. Þarf að fá einhvern sem hefur vit á þessu til að lesa það.
Ég lét rýja köttinn í vikunni. Hann er norskur skógarköttur og ef menn kemba hann ekki reglulega fer allt í flækju. Ég er ekki reglulegur með neitt, svoleiðis að ég lét bæði rýja hann og sprauta gegn einhverri kattarriðu.
Það lyggur bara vel á mér þessa dagana. Búinn að vera fúll í langan tíma. Held að ég fari norður í land bráðlega. Það væri sko hemja.
Spaði/Lauf er síðan hans Halla. Allir þangað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli