blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, mars 13, 2007

Ztjörnurnar

Nú er einhver stífla. Klukkan korter yfir sjö og ég hef ekkert að segja. Eins og hvað hugur minn er oft frjór þegar ég er nývaknaður. Var að rína út um stofugluggann til að vita hvort Venus væri á morgunhimninum. Venus verður oft helvíti skær morgunstjarna svona um háveturinn. Ég skoðaði hana nokkru sinnum í stjörnukíki í den tíð. Skoðaði líka Júpíter, Mars og Satrúnus. Hei, það er flott að skoða tunglið í stjörnukíki. Gígarnir og allt draslið verður svo greinilegt. Já maður varð svo sannarlega stjörnuvitlaus af því að fá stjörnukíki í fermingargjöf, þarna um árið. Held að hann sé í lagi ennþá. Kannski að maður versli sér annan betri. En ég ætla amk að fá mér kókóföffs núna og koma syni mínum í leikskólann.
Bezzzzzzzzzz

Engin ummæli: