blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Fór Norður

Ég tók svona 28 stunda reisu á norðurlandið. Þannig var að Brynjar bróðir hafði samband við mig og bað mig að skutla sér norður. Ég sló til, settist upp í drossíuna, náði í hann og keyrði af stað norður. Fórum heldur seint af stað, 18:00 og vorum komnir á Akureyri 23:00. En við soppuðum ekkert við þar og héldum ótrauðir áfram og var kominn með Brynjar í Velli á miðnætti. Þar voru allir gengnir til náða nema Todda. Hún var að vísu að bursta tönnina fyrir svefninn. Ég talaði aðeins við hana áður en ég kvaddi. Hélt ég svo áfram og var kominn í Hafralæk hálftíma seinna þar sem ég gisti. Ásgrímur var enn á fótum þegar ég kom og áttum við smá kaffispjall fyrir svefninn. Ég svaf reyndar mest lítið um nóttina. Vaknaði samt fyrir tíu um morguninn. Át brauð og djús. Kjaftaði líka heilan helling við Ásgrím og Elmu. Þau eru indæl. Svo dreif mig svo af stað í Lækjamót. Heilsaði upp á alla þar. Skoðaði nýja New Holland traktorinn hans Sigga og nýju rúlluvélina. Snilldar græjur báðar þessar vélar. Át ég svo laugardagsgrautinn með fólkinu og kjaftaði alveg heilt hlass af orðum við fólkið á bænum. Voða gaman allt saman. Svo dreif ég mig til Akureyrar. Fór til Gerðar og Helga og hitti líka Sólveigu. Að vanda kjaftaði ég mikið. Fór svo á síðasta staðinn til þeirra feðga Hannes og Sigga. Hitti dálítið af fólki sem var hjá þeim líka. Spjallaði svolítið við fólkið og keyrði svo heim. Hér er ég svo kominn.
Svo ráðlegg ég fólki að stinga ekki lakkrísröri beint oní nýopnaða TaB flösku á meðan það ekur bíl. Það er varasamt. Fékk að kynnast því þegar ég ók um Skagafjörð.

Engin ummæli: