blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Páskaegg

Já. Þá eru að koma páskar. Lét nú ekki verða að því að kaupa páskaegg. Át samt eitt úti á sjó um daginn. Íris gaf mér eitt stykki svona upp á fönnið að gera. Ætli maður stelist ekki bara í smá bita hjá stráknum. Hann fær slatta held ég. Annars hefur maður ekki gott af þessum skík. Endar allt með því að maður verður akfeitur af þessu sætinda áti. En hei ég hef ekki gleimt aðhaldinu. Sykur át hefut snarminnkað hjá mér. Það er ekki hægt að kutta alveg á sætingi. Þá eru bara meiri líkur á því að maður falli í stjórnlaust nammi át og aðhaldið bara farið í vaskinn. Það verða að vera nammidagar á þessu.
Svo vil ég láta þá sem ekki vita að síðan hans Símonar hefur fengið nýtt lén www.simonh.tk
Bezzzzzzzzz

Engin ummæli: