blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, október 22, 2007

Grjótvitlaust lið

Það eru nú meiri helvítis lætin allaf í þessari borgarpólitík þegar ég er úti á sjó. Einn skeit upp á bak á meðan annar græddi borgarstjórastólinn en það var vegna þess að einhver hafði slitið borgarstjórnarsamstarfinu. Já það þýðir ekkert að slíta svona samstarfi og fara síðan bara að grenja. Makalaust þetta.
Ég er nú eins og annað fólk, ýmist elskaður eða hataður. Svo elska ég og hata menn á víxl líka. Samt reyni ég að láta mér lynda við sem flesta. Gef öllum séns til að eiga upp á pallborðið hjá mér. En sumt fólk er bara svo andstyggilega hund helvíti leiðinlegt og grjótvitlaust að það tekur ekki nokkru andskotans tali. Einn maður sem ég vann lengi með hatar mig svo mikið að hann hatar uppeldisstað minn, Lauga í Reykjadal. Samt hefur hann aldrei komið þangað.
Maðurinn er hálviti.

Engin ummæli: