Seljum eða gefum allt
Jæja, Þá hef ég tekið nýja prentarann úr kassanum tengt hann og gert allt sem til þarf. Setti upp forritin sem fylgdu honum. Nei nei hann virkar ekki. Bara hreinasti kleppur að fá svona hluti sem tengjast tölvum til að virka. Jú nema hvað að prentarinn skakar draslinu inní sér til og frá, stöku sinnum. Nóg um það. Ég er búinn að gefast upp í bili.
Fór í gær og náði mér í eintak af plötunni Seljum Allt sem hljómsveitin Ríkið gaf út á sínum tíma og vegna skattamála þurftu þeir að losa sig við upplagið eða það sem ekki náðist að selja af diskunum. Í stuttu máli sagt þá þurftu þeir að borga skatt af því sem þeir seldu aldrei þannig að þeir gáfu bara allt draslið og losnuðu þannig við að borga skattinn. Ég hafði nú heyrt eitthvað af þessari plötu og litist vel á og þó að langt sé um liðið síðan þeir voru að losa sig við plöturnar undir yfirskriftinni Gefum Allt þá ákvað ég að reyna að hafa uppi á eihverjum sem stjórnar þarna í þessu og krækja í eintak. Ég er svo búinn að skemmta mér ágætlega við að husta á þetta og þakka Val Snæ kærlega fyrir diskinn. Hann er höfðingi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli