blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Blómiiiii

Hefi ég ætíð verið hrifinn af ritverkum Þórbergs. Hef lesið töluvert eftir hann og núna var að koma út krafsinu bók sem ég las eftir hann á sínum tíma eða þegar ég var 15ára. Það er Sálmurinn Um Blómið og fjallar um það þegar Þórbergur og Margrét eiginkona hans bjuggu á Hringbraut 45 og samskipti þeirra við skábarnabarn þeirra, Helgu Jónu sem bjó með foreldumsínum á hæðinni fyrir neðan þau. Þórbergur var svo mikill snillingur að koma þessu ritverki á blað að það er með ólíkindum. Hann setur sjálfan sig svo vel inn í hugarheim barnsins og gerir textann í bókinni svo skemmtilega barnalegan. Svo er svo skemmtilegt hvernig lífsins speki og þrautir eru sett í einfalt og barnalegt form. Einnig þegar Þórbergur lýsir fyrir barninu illsku heimsins og valdi græðginnar á svo einhvaldan og barnalegan hátt.
Bókin varð mér svo hugleikin þegar ég las hana á unglings árum að þegar ég á sama tímabili lífs míns fór ég til Reykjavíkur, bað ég Pabba minn að keyra með mig sérferð að Hrinbraut 45 bara rétt til að sjá hvernig húsið liti út og hvernig umhverfið væri þarna í kring.
Núna er best að ég fái mér kaffisopa. Fyrst ætla ég samt að henda út einni Hrossaflugu og skíta.

Engin ummæli: