On Fire
Ljóta mambóið að kveikja svona í Valhöll. Ég kom þarna eitt sinn í teiti og þótti staðurinn mjög fínn. En talandi um Þingvelli þá er hugsanlegt að maður skreppi þangað að veiða í vatninu á næstu dögum. Ég ætlaði nú að skreppa á veiðar í Elliðavatni um daginn en þá kom einhver leiðinda kallugla og heimtaði að ég verzlaði af sér veiðileifi þegar uppgötvaðist að Veiðikortið sem fæst keypt á benzínstöðvum N1 gildir ekki í Elliðavatni. Ég hélt nú ekki og spólaði bölvandi og ragnandi af stað í áttina að Vífilstaðavatni sem er glatað veiðivatn og það eina sem veiðist þar er gróður og slý.
------------------------------
Ég nældi mér á sínum tíma í eintak af plötunni I’m a Bird Now með Anthony & The Johnsons. Þessi snillingur getur brætt hjarta hvers manns og fengið hörðustu togarajaxla til að vökna um augun. Hér er lag sem mér finnst mjög gott að hlusta á af og til. Textinn er einfaldur en snilld. Þetta er eitthvað svo innilegt.
Anthony & The Johnsons - fistful of love
Engin ummæli:
Skrifa ummæli