blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, nóvember 24, 2010

Ekki svo tómt

Lítið um að vera hjá manni núna. Tómleikinn er þó ekki að gera mig vitlausan því að ég hef sagt honum stríð á hendur með skrifum og öðru sem ég hef haft fyrir stafni. Skammdegið hellist yfir sem mér finnst ágætt enda íslendingur og hef því vondu vanist síðustu þrjátíu árin. Lengst af þoldi ég ekki þennan árstíma, varð þunglyndur og önugur en fór svo bara að fíla allt þetta myrkur horfandi upp í sortann og stjarnanna glitra og hlæja til mín úr órafjarlægð.(Voða var þetta eitthvað Þórbergslegt)Gott væri að geta sofið á daginn og vakið á nóttunni og sjá ekki dagsbirtu svo dögum skiptir. Það gerði maður á þegar lífið var ábyrgðarlaust heima hjá mömmu og pabba. Engar áhyggjur af skyldum og kvöðum lísfins og ekkert að pæla í reikningum eða gluggapósti. Maður var eiginlega bara ánægður að fá smá rukkun í gluggapósti bara út af þeim fábreytileika að fá póst.
------------------------
Lag þetta lýsir lundarfari mínu þessa dagana.

Tanoshii Moomin Ikka - Muumin Tani Fuyu

Engin ummæli: